Mótmæla sýningu Fósturbarna í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 16:59 Þriðja þáttaröð Fósturbarna er í sýningu á Stöð 2. Þátturinn í kvöld er sá fimmti í þáttaröðinni. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2. Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl.
Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira