„Erum að senda Íslending úr landi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 16:50 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“ Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“
Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45