Körfubolti

KKÍ fékk undan­þágu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallveig Jónsdóttir skoraði 10 stig.
Hallveig Jónsdóttir skoraði 10 stig. Mynd/KKÍ

Körfuknattleikssamband Ísland fékk í gærmorgun undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu svo að íslenska kvennalandsliðið geti undirbúið sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

Leikmennirnir mega nú æfa einir, án þjálfara, en Breiðablik lagði til aðstöðu. Því mættu leikmennirnir í gær í fyrsta sinn til æfinga en hópurinn heldur til Krítar á sunnudaginn.

Þar mun liðið spila tvo leiki í undankeppni EM en þrátt fyrir mótmæli KKÍ undanfarnar vikur og loksins má segja fleiri þjóða undanfarna daga er FIBA ákveðið í að halda sig við að láta leikina fara fram.

Þrátt fyrir mjög strangar reglur í Grikkland sem tóku gildi í dag leyfa yfirvöld að þessir leikir fari fram á vegum FIBA.

„Farið verður eftir mjög ströngum reglum innan bubblunnar með sóttvarnir. Leikmenn og fylgdarlið hafa þegar farið í COVID prufur hér heima og eiga eftir að fara í prufu áður en farið verður á sunnudaginn. Ennþá hefur hópurinn greinst neikvæður í þessum prufum undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingu KKÍ.

Leikirnir verða spilaðir fimmtudaginn 12. nóvember og laugardaginn 14. nóvember. Fyrri leikurinn er gegn Slóveníu og sá seinni gegn Búlgaríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×