Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:18 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kynnir hertar aðgerðir. EPA-EFE/Philip Davali Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32