Stúdentar á Íslandi þurfa mest á vinnu að halda af öllum stúdentum í Evrópu Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. nóvember 2020 07:30 72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar