Hver er flugáætlun framtíðarinnar? Sara Hlín Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:01 Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun