Þegar skólastofan var færð heim í stofu Lára Halla Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun