Hugmyndafræði hjúkrunarheimila - Líf sem vert er að lifa Björn Bjarki Þorsteinsson og Halldór S. Guðmundsson skrifa 9. nóvember 2020 14:00 Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun