Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 16:43 Áslaug Telma Einarsdóttir í dómssal með Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Vísir/Vilhelm Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58