Orð í tæka tíð Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun