Vilja stjórnvöld ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar? Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. nóvember 2020 08:31 Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Akranes Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar