Ein manneskja – eitt atkvæði Arnar Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 21:01 Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjördæmaskipan Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun