Elías Már með fimm marka forskot á toppnum í Keuken Kampioen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Elías Már Ómarsson fagnar einu marka sinna fyrir Excelsior i vetur en til vinstri er liðsfélagi hans Dylan Seys. Getty/Pim Waslander Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira