Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Ungverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. EPA-EFE/ZURAB KURTSIKIDZE

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Ungverjalands í umspili um sæti á EM. 

Útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundinum má sjá hér fyrir neðan.

Aðeins rúmur sólarhringur er í leikinn á Puskás Arena í Búdapest þar sem það kemur í ljós hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á Evrópumótinu næsta sumar.

Erik Hamrén mun stýra íslenska landsliðinu í 26. sinn annað kvöld og þar mun fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leika sinn nítugasta landsleik, þar af leik númer 62 sem fyrirliði.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×