Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson eru frábærir leikmenn og hafa sýnt það hér heima, í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum