„Þessi tilraun er búin að sigla upp á sker, þetta mistókst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:50 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist eiga von á átökum í þingsal um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira