Þríeykið sendi landsliðunum baráttukveðjur: „Vitum að þið munið skilja allt eftir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 12:19 Með sigri á Ungverjum komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. vísir/Hulda Margrét Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sendu íslensku landsliðunum sem verða í eldlínunni í dag góðar kveðjur fyrir hönd þríeykisins svokallaða í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í Búdapest í umspili um sæti á EM klukkan 19:45 í kvöld. Með sigri komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóveníu á Krít í undankeppni EM klukkan 15:00. „Að lokum langar okkur að senda baráttukveðjur til landsliðanna okkar sem eru að spila í dag,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Þetta er ströng barátta í skugga faraldursins. Ýmislegt hefur komið upp á síðustu daga. Mig langar að senda kveðjur til þessara fulltrúa okkar. Við vitum að þið munið leggja ykkur öll fram, gera ykkar besta, skilja allt eftir á vellinum, sýna sannan baráttuanda og við þurfum svo sannarlega á því að halda hér heima. Gangi ykkur vel.“ Báðir landsleikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi sem og leikur U-21 árs landsliðs karla í fótbolta gegn Ítalíu sem hefst klukkan 13:15. Þá verða bæði leikir A- og U-21 árs landsliðanna í fótbolta sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Körfubolti Tengdar fréttir Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01 Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sendu íslensku landsliðunum sem verða í eldlínunni í dag góðar kveðjur fyrir hönd þríeykisins svokallaða í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í Búdapest í umspili um sæti á EM klukkan 19:45 í kvöld. Með sigri komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóveníu á Krít í undankeppni EM klukkan 15:00. „Að lokum langar okkur að senda baráttukveðjur til landsliðanna okkar sem eru að spila í dag,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Þetta er ströng barátta í skugga faraldursins. Ýmislegt hefur komið upp á síðustu daga. Mig langar að senda kveðjur til þessara fulltrúa okkar. Við vitum að þið munið leggja ykkur öll fram, gera ykkar besta, skilja allt eftir á vellinum, sýna sannan baráttuanda og við þurfum svo sannarlega á því að halda hér heima. Gangi ykkur vel.“ Báðir landsleikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi sem og leikur U-21 árs landsliðs karla í fótbolta gegn Ítalíu sem hefst klukkan 13:15. Þá verða bæði leikir A- og U-21 árs landsliðanna í fótbolta sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Tengdar fréttir Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01 Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01
Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01
Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39
Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41