Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skrifar 12. nóvember 2020 13:02 Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun