Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skrifar 12. nóvember 2020 13:02 Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun