Kennarinn sem flytur senn í Hvíta húsið Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 06:30 Jill Biden á kosningafundi í Pittsburgh, skömmu fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru 3. dag þessa mánaðar. Getty Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini. Jill Biden flutti ræðu sína á flokksþingi Demókrata í ágúst síðastliðinn í tómri skólastofu í gagnfræðiskólanum Brandywine í Delaware þar sem hún kenndi í upphafi tíunda áratugarins. Eftir að Jill Biden hafði sjálf rætt kosti eiginmanns síns og ástæður þess að hann yrði góður forseti, mætti forsetaefnið, Joe Biden, og fór fögrum orðum um hvernig forsetafrú Jill yrði bandarísku þjóðinni. Sagði hann áhorfendum að ímynda sér uppáhalds kennara sinn – þann sem hefði veitt þeim það sjálfstraust að trúa á sjálfa sig. Þannig forsetafrú yrði Jill Biden fyrir bandarísku þjóðina. Jill Biden hefur sjálf sagt að hægt sé að sameina þjóð, á sama máta og maður sameinar fjölskyldur. Með ást, skilningi, litlum kærleiksfullum gjörðum, hugrekki og óhagganlegri trú. Forsetafrúin verðandi, Dr. Jill Biden, hefur sjálf sagst brenna fyrir kennslu og menntamálum og hefur verið rætt um að hún gæti orðið fyrsta forsetafrúin í sögu Bandaríkjanna til að sinna launuðu starfi utan veggja Hvíta hússins. Hún hefur sagst vilja sinna kennslunni áfram. Elst fimm systra Jill Jacobs fæddist í júní 1951 í New Jersey. Hún var elst fimm systra sem ólust upp í Willow Grove, úthverfi Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Áður en hún kynntist Joe Biden var hún gift ruðningsleikmanninum Bill Stevenson, og hafði hún þá tekið upp eftirnafnið Stevenson. Þau skildu 1975. Joe Biden hafði misst fyrstu eiginkonu sína, Neilia Hunter Biden, og ársgamla dóttur þeirra, Naomi, í bílslysi árið 1972. Synir þeirra hjóna, Beau og Hunter, komust hins vegar báðir lífs af. Jill segist hafa kynnst Joe þremur árum eftir umrætt bílslys, í gegnum bróður sinn. Á fyrsta stefnumóti – blindu stefnumóti – hafi þau farið að sjá kvikmyndina A Man and a Woman, og hafi þau strax náð og fellt hugi saman. Joe Biden var níu árum eldri og hafði þegar tekið sæti í öldungadeild Bandaríkjaþing fyrir Delaware. "How did you get this number?"Those were the first words I spoke to Joe when he called me out of the blue on a Saturday in 1975.I ll be speaking tonight at the #DemConvention. I hope you ll tune in! pic.twitter.com/t0amDEM2kT— Dr. Jill Biden (@DrBiden) August 18, 2020 Trúlofuð eftir fimmta bónorð Jill Biden hefur sagt að Joe hafi beðið hana í fimmgang um að giftast sér áður en hún samþykkti, en þau gengu í hjónaband í New York árið 1977. Segist hún hafa viljað vera þess fullviss að Joe Biden væri sá rétti, vitandi það að synir hans tveir hefðu nú þegar misst eina móður. Slíkt mætti ekki endurtaka sig. Dóttir þeirra Jills og Joes, Ashley, kom svo í heiminn árið 1981. Brennur fyrir kennslu og menntamálum Jill Biden er nú 69 ára og hefur lengi starfað sem kennari. Auk BA-prófs er hún með tvær meistaragráður og doktorsgráðu í menntavísindum sem hún lauk frá Háskólanum í Delaware árið 2007. Teaching is not what I do. It's who I am.I'll be giving my convention speech tonight from my former classroom.Brandywine High School. Room 232. pic.twitter.com/NXx1EkqVGq— Dr. Jill Biden (@DrBiden) August 18, 2020 BBC segir frá því að áður en hún fluttist til höfuðborgarinnar Washington CD hafi hún starfað í háskóla á vegum sveitarfélags (e. community college), í gagnfræðiskóla og á unglingageðdeild. Í tíð Joe Biden sem varaforseti Bandaríkjanna, 2009 til 2017, starfaði hún við kennslu í Northern Virginia Community College. Joe Biden sver embættiseið sem varaforseti Bandaríkjanna í janúar 2009. Við hlið hans er Jill Biden, nú verðandi forsetafrú.Getty Í hlutverki eiginkonu varaforsetans beitti hún sér einnig fyrir því að auka veg og virðingu slíkra háskóla, auk þess að vinna að bættri stöðu fjölskyldna hermanna, auk þess að efla vitund almennings um brjóstakrabbamein og forvarnir á því sviði. Harmdauði Beau Biden lést af völdum krabbameins í heila í maí 2015. Hann var þá 46 ára gamall, giftur og með tvö börn. Jill Biden hefur lýst því að dauðsfall Beau hafi verið fjölskyldunni mikið áfall. „Líf mitt breyttist á svipstundu. Á meðan á veikindunum stóð hélt ég í alvöru að hann myndi hafa þetta af. Allt þar til að hann lokaði augunum. Ég hafði aldrei misst vonina,“ hefur Jill látið hafa eftir sér. Árið 2012 gaf hún út barnabókina Don't Forget, God Bless Our Troops sem byggði á reynslu ömmubarns hennar að vera hluti af fjölskyldu hermanns. Bandaríkin Joe Biden Fréttaskýringar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini. Jill Biden flutti ræðu sína á flokksþingi Demókrata í ágúst síðastliðinn í tómri skólastofu í gagnfræðiskólanum Brandywine í Delaware þar sem hún kenndi í upphafi tíunda áratugarins. Eftir að Jill Biden hafði sjálf rætt kosti eiginmanns síns og ástæður þess að hann yrði góður forseti, mætti forsetaefnið, Joe Biden, og fór fögrum orðum um hvernig forsetafrú Jill yrði bandarísku þjóðinni. Sagði hann áhorfendum að ímynda sér uppáhalds kennara sinn – þann sem hefði veitt þeim það sjálfstraust að trúa á sjálfa sig. Þannig forsetafrú yrði Jill Biden fyrir bandarísku þjóðina. Jill Biden hefur sjálf sagt að hægt sé að sameina þjóð, á sama máta og maður sameinar fjölskyldur. Með ást, skilningi, litlum kærleiksfullum gjörðum, hugrekki og óhagganlegri trú. Forsetafrúin verðandi, Dr. Jill Biden, hefur sjálf sagst brenna fyrir kennslu og menntamálum og hefur verið rætt um að hún gæti orðið fyrsta forsetafrúin í sögu Bandaríkjanna til að sinna launuðu starfi utan veggja Hvíta hússins. Hún hefur sagst vilja sinna kennslunni áfram. Elst fimm systra Jill Jacobs fæddist í júní 1951 í New Jersey. Hún var elst fimm systra sem ólust upp í Willow Grove, úthverfi Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Áður en hún kynntist Joe Biden var hún gift ruðningsleikmanninum Bill Stevenson, og hafði hún þá tekið upp eftirnafnið Stevenson. Þau skildu 1975. Joe Biden hafði misst fyrstu eiginkonu sína, Neilia Hunter Biden, og ársgamla dóttur þeirra, Naomi, í bílslysi árið 1972. Synir þeirra hjóna, Beau og Hunter, komust hins vegar báðir lífs af. Jill segist hafa kynnst Joe þremur árum eftir umrætt bílslys, í gegnum bróður sinn. Á fyrsta stefnumóti – blindu stefnumóti – hafi þau farið að sjá kvikmyndina A Man and a Woman, og hafi þau strax náð og fellt hugi saman. Joe Biden var níu árum eldri og hafði þegar tekið sæti í öldungadeild Bandaríkjaþing fyrir Delaware. "How did you get this number?"Those were the first words I spoke to Joe when he called me out of the blue on a Saturday in 1975.I ll be speaking tonight at the #DemConvention. I hope you ll tune in! pic.twitter.com/t0amDEM2kT— Dr. Jill Biden (@DrBiden) August 18, 2020 Trúlofuð eftir fimmta bónorð Jill Biden hefur sagt að Joe hafi beðið hana í fimmgang um að giftast sér áður en hún samþykkti, en þau gengu í hjónaband í New York árið 1977. Segist hún hafa viljað vera þess fullviss að Joe Biden væri sá rétti, vitandi það að synir hans tveir hefðu nú þegar misst eina móður. Slíkt mætti ekki endurtaka sig. Dóttir þeirra Jills og Joes, Ashley, kom svo í heiminn árið 1981. Brennur fyrir kennslu og menntamálum Jill Biden er nú 69 ára og hefur lengi starfað sem kennari. Auk BA-prófs er hún með tvær meistaragráður og doktorsgráðu í menntavísindum sem hún lauk frá Háskólanum í Delaware árið 2007. Teaching is not what I do. It's who I am.I'll be giving my convention speech tonight from my former classroom.Brandywine High School. Room 232. pic.twitter.com/NXx1EkqVGq— Dr. Jill Biden (@DrBiden) August 18, 2020 BBC segir frá því að áður en hún fluttist til höfuðborgarinnar Washington CD hafi hún starfað í háskóla á vegum sveitarfélags (e. community college), í gagnfræðiskóla og á unglingageðdeild. Í tíð Joe Biden sem varaforseti Bandaríkjanna, 2009 til 2017, starfaði hún við kennslu í Northern Virginia Community College. Joe Biden sver embættiseið sem varaforseti Bandaríkjanna í janúar 2009. Við hlið hans er Jill Biden, nú verðandi forsetafrú.Getty Í hlutverki eiginkonu varaforsetans beitti hún sér einnig fyrir því að auka veg og virðingu slíkra háskóla, auk þess að vinna að bættri stöðu fjölskyldna hermanna, auk þess að efla vitund almennings um brjóstakrabbamein og forvarnir á því sviði. Harmdauði Beau Biden lést af völdum krabbameins í heila í maí 2015. Hann var þá 46 ára gamall, giftur og með tvö börn. Jill Biden hefur lýst því að dauðsfall Beau hafi verið fjölskyldunni mikið áfall. „Líf mitt breyttist á svipstundu. Á meðan á veikindunum stóð hélt ég í alvöru að hann myndi hafa þetta af. Allt þar til að hann lokaði augunum. Ég hafði aldrei misst vonina,“ hefur Jill látið hafa eftir sér. Árið 2012 gaf hún út barnabókina Don't Forget, God Bless Our Troops sem byggði á reynslu ömmubarns hennar að vera hluti af fjölskyldu hermanns.
Bandaríkin Joe Biden Fréttaskýringar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira