Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 14:10 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. EPA/COSTAS BALTAS Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Það var nokkrum dögum eftir að Navalní veiktist snögglega í flugvél yfir Síberíu og lenti í dái á sjúkrahúsi í borginni Ota. Kíra Jarmísj, talskona Navalnís, segir yfirlýsingu Lavrov vera þá „heimskulegustu“ hingað til, samkvæmt frétt DW. Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugaeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur sakað Pútín um að standa að baki því að eitrað var fyrir honum. Því neita ráðamenn í Moskvu alfarið. Evrópusambandið beitti í kjölfarið sex meðlimi ríkisstjórnar Rússlands viðskiptaþvingunum. Mennirnir voru taldir hafa komið að eitrun Navalní. Lavrov segir að Rússar ætli að beita ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi eigin viðskiptaþvingunum. Þær muni beinast að æðstu starfsmönnum embættis kanslara Þýskalands og forseta Frakklands. „Þar sem Þýskalands keyrði áfram þvinganir ESB gagnvart okkur í tengslum við mál Navalní og þar sem þær beinast gegn háttsettum starfsmönnum forsetaembættis Rússlands, eru okkar viðbrögð að bregðast við þeim,“ sagði Lavrov í dag. Rússland Þýskaland Frakkland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Það var nokkrum dögum eftir að Navalní veiktist snögglega í flugvél yfir Síberíu og lenti í dái á sjúkrahúsi í borginni Ota. Kíra Jarmísj, talskona Navalnís, segir yfirlýsingu Lavrov vera þá „heimskulegustu“ hingað til, samkvæmt frétt DW. Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugaeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur sakað Pútín um að standa að baki því að eitrað var fyrir honum. Því neita ráðamenn í Moskvu alfarið. Evrópusambandið beitti í kjölfarið sex meðlimi ríkisstjórnar Rússlands viðskiptaþvingunum. Mennirnir voru taldir hafa komið að eitrun Navalní. Lavrov segir að Rússar ætli að beita ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi eigin viðskiptaþvingunum. Þær muni beinast að æðstu starfsmönnum embættis kanslara Þýskalands og forseta Frakklands. „Þar sem Þýskalands keyrði áfram þvinganir ESB gagnvart okkur í tengslum við mál Navalní og þar sem þær beinast gegn háttsettum starfsmönnum forsetaembættis Rússlands, eru okkar viðbrögð að bregðast við þeim,“ sagði Lavrov í dag.
Rússland Þýskaland Frakkland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43