Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 14:23 Maðurinn var handtekinn 4. nóvember 2018 og settur gæsluvarðhald í fjóra daga. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Ölfus Dómsmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira