Jón Þór um síðustu leiki undankeppninnar: Þetta verða krefjandi leikir, eru erfiðir útivellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 20:30 Jón Þór Hauksson var töluvert rólegri í viðtalinu en hann er hér. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð