Átta kerti til minningar um þau sem hafa látist í ár Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 13:21 Minningarstund hefur hingað til farið fram við þyrlupallinn við Landspítalann, en minningarathöfnin verður með breyttu sniði í ár. Samgöngustofa Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira