Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 22:51 Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, er ósammála Helgu Völu og segir spurningarnar eðlilegar. Skjáskot RÚV/Vísir „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met,“ skrifar þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir á Facebook-síðu sína í kvöld. Bráðabirgðaskýrsla um hópsýkingu á Landakoti var umræðuefni þáttarins og var Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, gestur þáttarins. Í þætti kvöldsins var Már inntur eftir viðbrögðum vegna skýrslunnar. Sagðist hann ekki telja að misbrestur hefði orðið í starfseminni. Sjálfum finnist honum tal um lögreglurannsókn ekki vera til þess fallið að hjálpa við að standa vörð um öryggi sjúklinganna, enda bendi ekkert til þess að ásetningur eða vanræksla hafi valdið því að hópsýkingin kom upp. Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, krafðist frekari svara varðandi ráðstafanir spítalans þegar leið á þáttinn, enda taldi hann augljóst að einhver misbrestur hefði orðið. „Þetta er náttúrulega mjög ódýrt. Þú getur ekki horft inn í kristalskúlu og sagt: Það mun koma faraldur á Landakoti,“ sagði Már. „Það er ykkar hlutverk að horfa inn í kristalskúluna, þið eruð okkar færasta fólk,“ svaraði Einar. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, var gestur þáttarins.Vísir/Egill „Átti fréttamaðurinn að hætta að spyrja?“ Fleiri blanda sér í umræðurnar við færslu Helgu Völu og virðast nokkrir einnig ósáttir við framgöngu þáttastjórnandans. Á meðal þeirra sem tekur upp hanskann fyrir hann er Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „Nú skil ég ekki. Átti fréttamaðurinn að hætta að spyrja, þegar hann fékk engin svör í fyrsta, annað eða þriðja skipti? Var ekki eðlilegt að hann reyndi að fá svör? Ég vil gjarnan skilja hvernig berskjaldaðasti hópurinn virðist hafa verið minnst varinn,“ skrifar Ragnhildur. Einar sjálfur svarar einnig og segir athyglisvert að Helga Vala taki þáttinn nærri sér. Hann hafi einfaldlega spurt hvort það væri rétt ályktun af lestri skýrslunnar að farsóttanefnd Landspítalans hafi ekki gert mistök í viðbúnaði sínum. Helga Vala er ósammála því. „Einar það var nú ekki spurningin þegar þráspurt var, með framígripum, hvers vegna ekki var gætt betur að sóttvörnum og hvort það væri á starfsfólk leggjandi að eiga það á hættu að smita. Hverju átti hann að svara? Vildi spyrillinn fá svarið: “sjúklingarnir hefðu betur verið lokaðir inni án umönnunar starfsfólks” eða “við hefðum betur látið starfsfólkið dvelja á spítalanum”,“ spyr Helga Vala. „Þegar skýrslan er lesin virðast einmitt ekki hafa verið gerð mannleg mistök heldur kerfisgalli - ófullnægjandi húsnæði og aðstæður. Hvað eiga starfsfólkið og yfirmenn að gera í því? Neita að mæta í vinnuna til að sinna sjúklingum?“ Spurningarnar eðlilegar miðað við alvarleika málsins Einar segist ósammála því að hafa gripið mikið frammí, hann hafi verið kurteist og spurningarnar eðlilegar í ljósi þess hversu alvarlegt málið er. „Af hverju í ósköpunum má ekki spyrja um gæði þessarar skýrslu? Og hvort stjórnendur séu að víkja sér undan ábyrgð? Hvort mistök hafi verið gerð? Til hvers heldurðu eiginlega að fjölmiðlar séu? Svo er það bara annað viðtal um fjársvelt heilbrigðiskerfi.“ Þá ritar Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll og dóttir Helgu Völu, færslu á sína Facebook-síðu þar sem hún segir ekkert að viðtalinu. „Hverju eruð þið að kalla eftir? Fréttamönnum sem spyrja einskis og sérfræðingum sem þurfa aldrei að svara fyrir það sem þeir halda fram?“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met,“ skrifar þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir á Facebook-síðu sína í kvöld. Bráðabirgðaskýrsla um hópsýkingu á Landakoti var umræðuefni þáttarins og var Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, gestur þáttarins. Í þætti kvöldsins var Már inntur eftir viðbrögðum vegna skýrslunnar. Sagðist hann ekki telja að misbrestur hefði orðið í starfseminni. Sjálfum finnist honum tal um lögreglurannsókn ekki vera til þess fallið að hjálpa við að standa vörð um öryggi sjúklinganna, enda bendi ekkert til þess að ásetningur eða vanræksla hafi valdið því að hópsýkingin kom upp. Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, krafðist frekari svara varðandi ráðstafanir spítalans þegar leið á þáttinn, enda taldi hann augljóst að einhver misbrestur hefði orðið. „Þetta er náttúrulega mjög ódýrt. Þú getur ekki horft inn í kristalskúlu og sagt: Það mun koma faraldur á Landakoti,“ sagði Már. „Það er ykkar hlutverk að horfa inn í kristalskúluna, þið eruð okkar færasta fólk,“ svaraði Einar. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, var gestur þáttarins.Vísir/Egill „Átti fréttamaðurinn að hætta að spyrja?“ Fleiri blanda sér í umræðurnar við færslu Helgu Völu og virðast nokkrir einnig ósáttir við framgöngu þáttastjórnandans. Á meðal þeirra sem tekur upp hanskann fyrir hann er Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „Nú skil ég ekki. Átti fréttamaðurinn að hætta að spyrja, þegar hann fékk engin svör í fyrsta, annað eða þriðja skipti? Var ekki eðlilegt að hann reyndi að fá svör? Ég vil gjarnan skilja hvernig berskjaldaðasti hópurinn virðist hafa verið minnst varinn,“ skrifar Ragnhildur. Einar sjálfur svarar einnig og segir athyglisvert að Helga Vala taki þáttinn nærri sér. Hann hafi einfaldlega spurt hvort það væri rétt ályktun af lestri skýrslunnar að farsóttanefnd Landspítalans hafi ekki gert mistök í viðbúnaði sínum. Helga Vala er ósammála því. „Einar það var nú ekki spurningin þegar þráspurt var, með framígripum, hvers vegna ekki var gætt betur að sóttvörnum og hvort það væri á starfsfólk leggjandi að eiga það á hættu að smita. Hverju átti hann að svara? Vildi spyrillinn fá svarið: “sjúklingarnir hefðu betur verið lokaðir inni án umönnunar starfsfólks” eða “við hefðum betur látið starfsfólkið dvelja á spítalanum”,“ spyr Helga Vala. „Þegar skýrslan er lesin virðast einmitt ekki hafa verið gerð mannleg mistök heldur kerfisgalli - ófullnægjandi húsnæði og aðstæður. Hvað eiga starfsfólkið og yfirmenn að gera í því? Neita að mæta í vinnuna til að sinna sjúklingum?“ Spurningarnar eðlilegar miðað við alvarleika málsins Einar segist ósammála því að hafa gripið mikið frammí, hann hafi verið kurteist og spurningarnar eðlilegar í ljósi þess hversu alvarlegt málið er. „Af hverju í ósköpunum má ekki spyrja um gæði þessarar skýrslu? Og hvort stjórnendur séu að víkja sér undan ábyrgð? Hvort mistök hafi verið gerð? Til hvers heldurðu eiginlega að fjölmiðlar séu? Svo er það bara annað viðtal um fjársvelt heilbrigðiskerfi.“ Þá ritar Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll og dóttir Helgu Völu, færslu á sína Facebook-síðu þar sem hún segir ekkert að viðtalinu. „Hverju eruð þið að kalla eftir? Fréttamönnum sem spyrja einskis og sérfræðingum sem þurfa aldrei að svara fyrir það sem þeir halda fram?“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06
Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. 13. nóvember 2020 16:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent