Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hólmfriður Árnadóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:30 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun