„Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 15:00 Kári Árnason gæti spilað sinn síðasta landsleik í kvöld en vill þó ekki útiloka neitt. Hér setur hann höfuðið í boltann í leiknum gegn Ungverjum síðasta fimmtudag. EPA-EFE/Tibor Illyes Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58