Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 15:11 Rakel Þorbergsdóttir hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins undanfarin sex ár. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum