Heilsársleikskóli í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 18:35 ,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
,,Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.“ Þannig hefst bókun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 18. nóvember um opnun leikskóla bæjarins í júlí – heilsársleikskóli. Ákvörðun sem eykur orlofsvalfrelsi foreldra yfir sumarmánuðina sem vonandi leiðir af sér lengri og gæðameiri fjölskyldustundir. Ákvörðun sem styður betur hafnfirskar fjölskyldur sem fara strax á nýju ári að skipuleggja næsta sumar – ákvörðun sem bætir leikskólaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef sagt það áður að það er góð tilfinning fyrir kjörna fulltrúa þegar þeir finna fyrir áhuga og ástríðu íbúa fyrir þeim málum sem þeir vinna að. Ég hef líka sagt áður að það sé þakkarvert þegar foreldrar, íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins leggja á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál, hvort sem það er til að gagnrýna eða styðja tiltekin málefni. Þannig er hægt að segja að allt frá því að málið var sett á dagskrá hefur farið fram fagleg og góð undirbúningsvinna, uppbyggileg og gagnrýnin umræða og víðtækt samráð haft við sérfræðinga og þá sem nýta þjónustuna. Starfshópur var skipaður af starfsmönnum, stjórnendum, foreldrum, starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs og kjörnum fulltrúum sem fjölluðu um allar þær vangaveltur og ábendingar sem komu upp um málið. Aukið valfrelsi eykur lífsgæði fjölskyldna, gefur fjölskyldum betra tækifæri til að eyða sínu sumarfríi sem ein heild. Aukið valfrelsi gefur starfsmönnum meira svigrúm til að eyða sínu sumarfríi eins og þeim og þeirra fjölskyldu hentar best. Mikil breyting hefur orðið á faglegu starfi innan leikskóla í landinu á undanförnum árum, á meðan þjónustan hefur ekki tekið breytingum miðað við það nútíma samfélag sem við búum við í dag. Kröfur atvinnulífsins hafa breyst, þær eru orðnar meiri og ítarlegri með tilheyrandi auknu álagi á fjölskyldur. Í ljósi COVID tíma eykst þetta álag til muna. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær auki þjónustu sína og stuðning í takt við aukið álag á barnafjölskyldur. Þá stendur eftir að þessar breytingar eru framfarir fyrir foreldra, forráðamenn og starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þessar breytingar auka valfrelsi, lífsgæði og þjónustu. Það er mikil blessun fyrir Hafnarfjarðarbæ að eiga jafn faglegt, drífandi og dásamlegt starfsfólk á leikskólum bæjarins. Forréttindi sem einkenna Hafnarfjörð og setja bæinn í fremstu röð. Margrét Vala Marteinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður fræðsluráðs Hafnafjarðarbæjar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun