Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Íþróttadeild Vísis skrifar 18. nóvember 2020 21:54 Ögmundur Kristinsson stóð sig vel í marki Íslands í kvöld. Getty/Carl Recine Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36