Þórólfur svarar gagnrýnisröddum: „Eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Þórólfur Guðnason. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur
Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31