Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Unnur Henrysdóttir skrifar 20. nóvember 2020 08:01 Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar