Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2020 19:31 Nýorkubílar voru um 55 prósent nýskráðra bíla á Íslandi á fyrsti tíu mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson. Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira