Íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson var á skotskónum þegar lið hans Excelsior burstaði varalið AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í fótbolta í dag.
Elías Már var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior og lék allan leikinn.
Markalaust var í leikhléi en á 56.mínútu kom Elías Már sínu liði í forystu.
Í kjölfarið tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu að lokum öruggan þriggja marka sigur, 4-1.
Excelsior er í 7.sæti deildarinnar með 20 stig eftir þrettán leiki en Elías Már er markahæstur í deildinni.