Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2020 23:00 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, á vinnusvæðinu norðaustan Skálaness. Egill Aðalsteinsson Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58