Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2020 23:00 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, á vinnusvæðinu norðaustan Skálaness. Egill Aðalsteinsson Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58