Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 12:11 Notkun nikótínpúða hefur færst í aukana meðal ungmenna Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00
Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent