Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. nóvember 2020 07:56 Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa saman þróað bóluefni gegn kórónuveirunni. Getty/Jakub Porzycki Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira