Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. nóvember 2020 07:56 Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa saman þróað bóluefni gegn kórónuveirunni. Getty/Jakub Porzycki Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira