Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. nóvember 2020 07:56 Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa saman þróað bóluefni gegn kórónuveirunni. Getty/Jakub Porzycki Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira