Gripinn með meira heróín en hefur fundist hér á landi í áratug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 13:09 Karlmaðurinn virðist ekki hafa komist út um þessar kunnuglegu dyr í flugstöðinni heldur var hann gripinn með efni í tösku sinni og innanklæða. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk. Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk.
Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira