Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 14:31 Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Þórir Níels Kjartansson Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samningar hafa verið undirritaðir og mun vera kominn í þinglýsingu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. Hjörleifshöfði var auglýstur til sölu í ágúst 2016 og verið á sölu síðan. Um er að ræða 11.500 hektara jörð og var talað um verðhugmynd á bilinu 500-1000 milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var söluverðið nær neðri mörkum verðbilsins. Systkini sem seldu Innan jarðarinnar eru Hjörleifshöfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum að jörðin hefði verið í eigu fjölskyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guðmundsson, keypti jörðina. Markús, sonur Lofts, varð vitni að eldgosinu í Kötlu 1860 og sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum 1918 þegar Katla gaus síðast. Búskapur lagðist endanlega af í Höfðanum 1936. Þórir sagði í viðtali við fréttastofu árið 2016 að Hjörleifur Hróðmarsson, sem Hjörleifshöfði er kenndur við, hefði verið fyrsti landnámsmaðurinn og þar með Hjörleifshöfði fyrsti landnámsbærinn. Hann hafi verið búinn að byggja sinn bæ með Ingólfur Arnarson var enn að leita að öndvegissúlunum. Fréttina má sjá að neðan. Þórir tjáði Fréttablaðinu í september 2016 að landeigendur hefðu reynt að selja íslenska ríkinu jörðina en án árangurs. Aldrei hefðu verðhugmyndir borið á góma í samtali við stjórnvöld. Fleiri jarðir í eigu erlendra aðila „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu,“ sagði Þórir. Nú fjórum árum síðar er jörðin seld. Fleiri jarðir á svæðinu eru í eigu erlendra aðila. Erlendir fjárfestar keyptu stærstan hlut í Hótel Kötlu árið 2018 en jörðin sem er um 4700 hektarar nær yfir hluta Mýrdalssands. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht á sömuleiðis jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2018 að nýir eigendur fengu með kaupum á Hótel Kötlu aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht væri með meirihluta.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira