Hafnar fullyrðingum eigenda Hjörleifshöfða sem var ekki í hæsta forgangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 13:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Hjörleifshöfða ekki hafa verið í hæsta forgangi. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð. Auk þess hafi jörðin ekki verið í hæsta forgangi en ríkinu standi til boða að kaupa fjölmargar jarðir. Eigandi jarðarinnar fullyrti við fréttastofu í gær að vegna áhugaleysis forsætisráðherra hafi verið ákveðið að ganga að tilboði þýskra og íslenskra aðila. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur þýska fyrirtækið STEAG Power Minerals og íslenska félagið Mýrdalshreppur ehf fest kaup á Hjörleifshöfða af systkinunum Þóri, Áslaugu og Höllu Kjartansdóttur. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en hleypur á nokkur hundruð milljónum króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Námuvinnsla er fyrirhuguð á jörðinni auk ferðaþjónustu. Merkti áhugaleysi Jörðin hefur verið formlega til sölu frá árinu 2016. Þórir Kjartansson, einn fyrrverandi eigenda jarðarinnar, gerði nokkuð úr áhugaleysi stjórnvalda á jörðinni undanfarin ár í samtali við fréttastofu í gær. Hann hafi reynt að ná eyrum fyrri ríkisstjórnar en gert sér vonir um að ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar sæi hlutina í öðru ljósi. Hann lýsti því hvernig hann hefði ítrekað reynt að ná eyrum hennar en ekki fengið svör. Því segist Þórir hafa talið öruggt að hún vildi ekkert af þessu vita og þar með fullreynt að ná þessu fram á þeim vettvangi. „Þá lágu þegar fyrir tilboð í jörðina og gengum við þá til samninga við íslensk-þýskt fyrirtæki og nú hefur verið gengið frá þessum kaupum.“ Jörðin ekki í hæsta forgangi Forsætisráðuneytið brást við þessum orðum Þóris í gær og sagði þau röng. Lögfræðingur forsætisráðuneytisins hefði verið í samskiptum við lögmann eigenda jarðarinnar frá því í desember 2019, að ósk forsætisráðherra. Ekki hefði náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Katrín Jakobsdóttir segir það einfaldlega svo að ríkið hafi lagt mat á þessa jörð eins og margar sem standi ríkinu til boða að kaupa. „Þessi jörð var ekki metin þar í hæsta forgangi,“ segir Katrín. Rætt er við Katrínu um málið í viðtalinu að neðan. „Eigi að síður var forsætisráðuneytið í samskiptum við lögmenn þessara eigenda til þess að kanna hvort möguleiki væri á að ná saman um verð fyrir þessa jörð og það náðist ekki saman um það. Þannig að það er rangt sem hefur verið haldið fram að það hafi ekki fengist svör frá forsætisráðuneytinu og engin samskipti hafi verið um þessi mál.“ Vill ekki ræða tölurnar Hún vill ekki fara út í það hve mikill munur hafi verið á verðhugmyndum ráðuneytisins og eigenda jarðarinnar enda hafi ekki verið rætt beint við eigendur jarðarinnar heldur hafi samskipti farið í gegnum lögmenn sem sáu um söluna. Þeim hafi verið kunnugt um áhuga annars staðar frá að kaupa jörðina. „Eins og kunnugt er lagði ég fram frumvarp á vorþingi sem var samþykkt, sem kemur í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi lands, sem var mjög mikilvæg breyting á löggjöf,“ segir Katrín. Hún telur mjög mikilvægt að tryggja að hér verði ekki of mikil samþjöppun á eignarhaldi lands. „Þess vegna beitti ég mér fyrir því frumvarpi sem varð að lögum fyrr á þessu ári. Vegna þess að ég lít svo á að land séu mikilvæg gæði sem er mikilvægt að safnist ekki á fárra hendur. En ég ætla ekkert að hafa skoðun á þessari jörð í því samhengi,“ segir Katrín. Munnlegt tilboð hafi borist „Við bönnum ekki landakaup útlendinga á Íslandi. Þau eru ekki bönnuð og við vinnum samkvæmt ákveðnum ramma innan EES-samningsins hvað það varðar. Stóra markmiðið hjá mér hefur verið að tryggja að þessi mikilvægu gæði safnist ekki á of fáar hendur.“ Þórir Kjartansson, eigandi jarðarinnar, segir rétt að einhver embættismaður hafi verið í sambandi við Ólaf Björnsson, lögmann á Suðurlandi, sem sá um söluna á eigninni fyrir hönd eigenda. „Og að lokum kom frá þeim munnlegt tilboð í síma sem var óraveg frá því verði sem þeir vissu að var lágmarksverð á eigninni.“ Ólafur segir í samtali við Vísi að væntingar hafi verið um að fá um 750 milljónir króna fyrir jörðina, helming þess sem fékkst fyrir sölu á jörðinni Fell hjá Jökulsárlóni. Jörðin hafi verið seld nokkuð undir þeirri upphæð en Ólafur fæst ekki til að upplýsa um söluverðið frekar en seljendur eða kaupendur. Hann segir Þóri hafa lagt sig fram um að fá áheyrn hjá ráðuneytinu og leggja sjálfur spilin á borðin. Væntingar hafi verið að ríkið myndi stýra þessari gömlu landnámsjörð og um leið þeirri námuvinnslu sem sé í farvatninu hjá nýjum eigendum jarðarinnar. Hann hafi merkt vilja en greinilegt að ráðuneytið hafi ekki verið tilbúið í markaðsverð. 160 milljón rúmmetrar af vikri Jóhann Vignir Hróbjartsson, einn eigenda Mýrdalssands ehf, segir í samtali við Ríkisútvarpið í dag að samkvæmt umhverfismati megi vinna 200 þúsund rúmmetra á ári af vikri úr skilgreindri námu á jörðinni, austur af Hafursey. Um 160 milljón rúmmetrar af vikri sé þar í 10-15 metra þykku lagi. Engin tímasett áform eru um hvenær vikurnám hefjist. Þar spili inn í hvenær kolaverum lokar með fylgjandi skorti á flugösku, lykilefni í sementsvinnslu og um leið steinsteypu. Þegar framboðið af flugöskunni minnkar áformar þýska fyrirtækið að blanda 20-30 prósentum af vikri í framleiðsluna. Sú aðferð við sementsframleiðslu feli í sér miklu minni losun kolefnis. „Ég reikna ekki með að það verði fyrr en eftir 2-5 ár sem vikurnámið hefst af einhverri alvöru, en það er bara langt skipulagsferli og rannsóknarferli og allt það. Þetta tekur allt tíma,“ segir Jóhann í samtali við RÚV. Fram kom á Vísi í gær að loksins sé að verða að draumi heimamanna sem fóru árið 2008 að velta fyrir sér hvort það væri ekki hægt að vinna eitthvað úr sandinum í hreppnum. Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð. Auk þess hafi jörðin ekki verið í hæsta forgangi en ríkinu standi til boða að kaupa fjölmargar jarðir. Eigandi jarðarinnar fullyrti við fréttastofu í gær að vegna áhugaleysis forsætisráðherra hafi verið ákveðið að ganga að tilboði þýskra og íslenskra aðila. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur þýska fyrirtækið STEAG Power Minerals og íslenska félagið Mýrdalshreppur ehf fest kaup á Hjörleifshöfða af systkinunum Þóri, Áslaugu og Höllu Kjartansdóttur. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en hleypur á nokkur hundruð milljónum króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Námuvinnsla er fyrirhuguð á jörðinni auk ferðaþjónustu. Merkti áhugaleysi Jörðin hefur verið formlega til sölu frá árinu 2016. Þórir Kjartansson, einn fyrrverandi eigenda jarðarinnar, gerði nokkuð úr áhugaleysi stjórnvalda á jörðinni undanfarin ár í samtali við fréttastofu í gær. Hann hafi reynt að ná eyrum fyrri ríkisstjórnar en gert sér vonir um að ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar sæi hlutina í öðru ljósi. Hann lýsti því hvernig hann hefði ítrekað reynt að ná eyrum hennar en ekki fengið svör. Því segist Þórir hafa talið öruggt að hún vildi ekkert af þessu vita og þar með fullreynt að ná þessu fram á þeim vettvangi. „Þá lágu þegar fyrir tilboð í jörðina og gengum við þá til samninga við íslensk-þýskt fyrirtæki og nú hefur verið gengið frá þessum kaupum.“ Jörðin ekki í hæsta forgangi Forsætisráðuneytið brást við þessum orðum Þóris í gær og sagði þau röng. Lögfræðingur forsætisráðuneytisins hefði verið í samskiptum við lögmann eigenda jarðarinnar frá því í desember 2019, að ósk forsætisráðherra. Ekki hefði náðst samkomulag um kaup á jörðinni. Katrín Jakobsdóttir segir það einfaldlega svo að ríkið hafi lagt mat á þessa jörð eins og margar sem standi ríkinu til boða að kaupa. „Þessi jörð var ekki metin þar í hæsta forgangi,“ segir Katrín. Rætt er við Katrínu um málið í viðtalinu að neðan. „Eigi að síður var forsætisráðuneytið í samskiptum við lögmenn þessara eigenda til þess að kanna hvort möguleiki væri á að ná saman um verð fyrir þessa jörð og það náðist ekki saman um það. Þannig að það er rangt sem hefur verið haldið fram að það hafi ekki fengist svör frá forsætisráðuneytinu og engin samskipti hafi verið um þessi mál.“ Vill ekki ræða tölurnar Hún vill ekki fara út í það hve mikill munur hafi verið á verðhugmyndum ráðuneytisins og eigenda jarðarinnar enda hafi ekki verið rætt beint við eigendur jarðarinnar heldur hafi samskipti farið í gegnum lögmenn sem sáu um söluna. Þeim hafi verið kunnugt um áhuga annars staðar frá að kaupa jörðina. „Eins og kunnugt er lagði ég fram frumvarp á vorþingi sem var samþykkt, sem kemur í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi lands, sem var mjög mikilvæg breyting á löggjöf,“ segir Katrín. Hún telur mjög mikilvægt að tryggja að hér verði ekki of mikil samþjöppun á eignarhaldi lands. „Þess vegna beitti ég mér fyrir því frumvarpi sem varð að lögum fyrr á þessu ári. Vegna þess að ég lít svo á að land séu mikilvæg gæði sem er mikilvægt að safnist ekki á fárra hendur. En ég ætla ekkert að hafa skoðun á þessari jörð í því samhengi,“ segir Katrín. Munnlegt tilboð hafi borist „Við bönnum ekki landakaup útlendinga á Íslandi. Þau eru ekki bönnuð og við vinnum samkvæmt ákveðnum ramma innan EES-samningsins hvað það varðar. Stóra markmiðið hjá mér hefur verið að tryggja að þessi mikilvægu gæði safnist ekki á of fáar hendur.“ Þórir Kjartansson, eigandi jarðarinnar, segir rétt að einhver embættismaður hafi verið í sambandi við Ólaf Björnsson, lögmann á Suðurlandi, sem sá um söluna á eigninni fyrir hönd eigenda. „Og að lokum kom frá þeim munnlegt tilboð í síma sem var óraveg frá því verði sem þeir vissu að var lágmarksverð á eigninni.“ Ólafur segir í samtali við Vísi að væntingar hafi verið um að fá um 750 milljónir króna fyrir jörðina, helming þess sem fékkst fyrir sölu á jörðinni Fell hjá Jökulsárlóni. Jörðin hafi verið seld nokkuð undir þeirri upphæð en Ólafur fæst ekki til að upplýsa um söluverðið frekar en seljendur eða kaupendur. Hann segir Þóri hafa lagt sig fram um að fá áheyrn hjá ráðuneytinu og leggja sjálfur spilin á borðin. Væntingar hafi verið að ríkið myndi stýra þessari gömlu landnámsjörð og um leið þeirri námuvinnslu sem sé í farvatninu hjá nýjum eigendum jarðarinnar. Hann hafi merkt vilja en greinilegt að ráðuneytið hafi ekki verið tilbúið í markaðsverð. 160 milljón rúmmetrar af vikri Jóhann Vignir Hróbjartsson, einn eigenda Mýrdalssands ehf, segir í samtali við Ríkisútvarpið í dag að samkvæmt umhverfismati megi vinna 200 þúsund rúmmetra á ári af vikri úr skilgreindri námu á jörðinni, austur af Hafursey. Um 160 milljón rúmmetrar af vikri sé þar í 10-15 metra þykku lagi. Engin tímasett áform eru um hvenær vikurnám hefjist. Þar spili inn í hvenær kolaverum lokar með fylgjandi skorti á flugösku, lykilefni í sementsvinnslu og um leið steinsteypu. Þegar framboðið af flugöskunni minnkar áformar þýska fyrirtækið að blanda 20-30 prósentum af vikri í framleiðsluna. Sú aðferð við sementsframleiðslu feli í sér miklu minni losun kolefnis. „Ég reikna ekki með að það verði fyrr en eftir 2-5 ár sem vikurnámið hefst af einhverri alvöru, en það er bara langt skipulagsferli og rannsóknarferli og allt það. Þetta tekur allt tíma,“ segir Jóhann í samtali við RÚV. Fram kom á Vísi í gær að loksins sé að verða að draumi heimamanna sem fóru árið 2008 að velta fyrir sér hvort það væri ekki hægt að vinna eitthvað úr sandinum í hreppnum.
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31