Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgunar- og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um niðurskurðarkröfu á Landspítalann og umræðu um málið á þingi. 

Heyrt verður í nokkrum þingmönnum varðandi þá ósk Brynjars Níelssonar um að hætta störfum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem hann segir „pólitíska sýndarmennsku“ fara fram.

Að auki verður staðan tekin í Bandaríkjunum þar sem Joe Biden, verðandi forseti, hefur hafist handa við að fylla sæti í ríkisstjórn sinni og við heimsækjum fangana á Litla-Hrauni sem eru með sérstakt verkefni frá skógræktinni fyrir jólin.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×