Bréf til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Fræðsluráðs vegna sumaropnunar leikskóla Elísabet Karlsdóttir og Linda Björk Halldórsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 15:00 Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar