Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar? Ólafur Stephensen skrifar 26. nóvember 2020 07:31 Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun