Klopp tapaði í fyrsta sinn með meira en einu marki Anfield | Fyrsta sinn sem Liverpool á ekki skot á markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 06:31 Klopp sendi þessa fjóra inn til að bjarga málunum í þann mund er Atalanta komst 1-0 yfir. Það gekk ekki eftir að þessu sinni. Laurence Griffiths/Getty Images Liverpool tapaði 0-2 gegn Atalanta á Anfield í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Segja má að Englandsmeistararnir hafi átt erfitt uppdráttar. Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 2-0 fyrir ítalska félaginu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Eftir að hafa unnið leikinn ytra 5-0 þá átti Liverpool vægast sagt erfitt uppdráttar á Anfield í leik liðanna í gær. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool og urðu þeir fyrsta félagið til að stilla upp þremur breskum táningum í byrjunarliði síðan Arsenal gerði það gegn Olympiakos árið 2009. 3 - In Curtis Jones, Rhys Williams and Neco Williams, Liverpool are the first side to name three British teenagers in their starting XI for a Champions League match since Arsenal against Olympiakos in December 2009 (A. Ramsey, J. Wilshere, Tom Cruise and K. Bartley). Kids. pic.twitter.com/B7hbEco6CL— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þeir Curtis Jones, Rhys Williams og Neco Williams fengu allir tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistaranna í gærkvöldi. Þá fékk grikkinn Kostas Tsimikas tækifæri í vinstri bakverðinum. Varnarleikur Liverpool hefur verið betri en liðið tapaði með meira en eins marks mun í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klopp. Alls eru 137 leikir síðan Liverpool tapaði 3-0 á Anfield gegn West Ham United. Var sá leikur í ágúst árið 2015. 2 - Liverpool lost a competitive home match by a margin of more than one goal for the first time in 137 matches at Anfield under Jürgen Klopp, with this their heaviest such defeat since August 2015 in the Premier League against West Ham under Brendan Rodgers (0-3). Anomaly. pic.twitter.com/78YKokJE9A— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þá var Brendan Rodgers enn stjóri Liverpool. Hann stýrir í dag Leicester City eftir að hafa fært sig um set til Skotlands og stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildini Eftir að Atalanta komst yfir í gær var ljóst að Liverpool myndi aldrei jafna metin, allavega ef horft er á tölfræði leiksins. Til að skora mark þarf að koma knettinum á markið og það gerði Liverpool ekki. Er þetta í fyrsta sinn síðan tölfræðisíðan Opta hóf mælingar (tímabilið 2003/2004) að Liverpool á ekki skot á mark andstæðinganna í Meistaradeild Evrópu. 0 - For the first time since Opta have shot data available in the Champions League (since 2003-04), Liverpool failed to record a single shot on target in a home game in the competition. Neutralised. pic.twitter.com/NEdXaF519J— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Liverpool trónir enn á toppi riðilsins í Meistaradeildinni með níu stig. Atalanta og Ajax koma þar á eftir með sjö stig þegar tveir leikir eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 2-0 fyrir ítalska félaginu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Eftir að hafa unnið leikinn ytra 5-0 þá átti Liverpool vægast sagt erfitt uppdráttar á Anfield í leik liðanna í gær. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool og urðu þeir fyrsta félagið til að stilla upp þremur breskum táningum í byrjunarliði síðan Arsenal gerði það gegn Olympiakos árið 2009. 3 - In Curtis Jones, Rhys Williams and Neco Williams, Liverpool are the first side to name three British teenagers in their starting XI for a Champions League match since Arsenal against Olympiakos in December 2009 (A. Ramsey, J. Wilshere, Tom Cruise and K. Bartley). Kids. pic.twitter.com/B7hbEco6CL— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þeir Curtis Jones, Rhys Williams og Neco Williams fengu allir tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistaranna í gærkvöldi. Þá fékk grikkinn Kostas Tsimikas tækifæri í vinstri bakverðinum. Varnarleikur Liverpool hefur verið betri en liðið tapaði með meira en eins marks mun í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klopp. Alls eru 137 leikir síðan Liverpool tapaði 3-0 á Anfield gegn West Ham United. Var sá leikur í ágúst árið 2015. 2 - Liverpool lost a competitive home match by a margin of more than one goal for the first time in 137 matches at Anfield under Jürgen Klopp, with this their heaviest such defeat since August 2015 in the Premier League against West Ham under Brendan Rodgers (0-3). Anomaly. pic.twitter.com/78YKokJE9A— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þá var Brendan Rodgers enn stjóri Liverpool. Hann stýrir í dag Leicester City eftir að hafa fært sig um set til Skotlands og stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildini Eftir að Atalanta komst yfir í gær var ljóst að Liverpool myndi aldrei jafna metin, allavega ef horft er á tölfræði leiksins. Til að skora mark þarf að koma knettinum á markið og það gerði Liverpool ekki. Er þetta í fyrsta sinn síðan tölfræðisíðan Opta hóf mælingar (tímabilið 2003/2004) að Liverpool á ekki skot á mark andstæðinganna í Meistaradeild Evrópu. 0 - For the first time since Opta have shot data available in the Champions League (since 2003-04), Liverpool failed to record a single shot on target in a home game in the competition. Neutralised. pic.twitter.com/NEdXaF519J— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Liverpool trónir enn á toppi riðilsins í Meistaradeildinni með níu stig. Atalanta og Ajax koma þar á eftir með sjö stig þegar tveir leikir eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55