Vilt þú ráða hvar þú býrð? Hildur Sif Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Réttur okkar til að ákveða sjálf hvar við búum finnst okkur sjálfsagður, ekki satt? Mig langar að biðja þig að hugleiða hvort eftirfarandi lýsing væru aðstæður sem þú myndir sætta þig við. Tvær helgar og fjóra virka daga í mánuði ferð þú með ferðatösku í vinnuna því þú færð ekki að fara heim að vinnudegi loknum. Í stað þess ertu send/ur í annað hús þar sem þér er úthlutað herbergi. Þú færð hvorki að ráða hverjum þú ert með í húsinu né hvað eða hvenær þú borðar, heldur er það ætíð einhver annar sem hefur ákvörðunarvaldið. Þú ert í rauninni bara brottflutt/ur reglulega af heimili þínu, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ég þori að fullyrða að þú myndir seint sætta þig við þetta, en svona er veruleiki 25 ára sonar míns. Hann fæddist með sjaldgæft heilkenni, sem gerir það að verkum að hann glímir við fjölþætta fötlun m.a. andlega og líkamlega. Hann er dásamlegur ungur maður en þarf aðstoð við flestar daglegar venjur. Það er hans réttur að honum sé gefið tækifæri á sjálfstæðu lífi, en því miður er raunin ekki sú. Hann býr hjá okkur foreldrum og þess á milli er hann vistaður á skammtímadvöl. Þetta eilífa rót veldur honum miklu óöryggi og skerðir möguleika hans á að þroskast og öðlast eigið sjálfstæði. Sonur minn hefur verið á biðlista eftir sjálfstæðu búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg í 7 ár eða síðan hann var 18 ára, en í slíku úrræði gæti hann búið í sinni eigin íbúð og fengið alla þá aðstoð sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er hvorki frekja né tilætlunarsemi. Við eigum nefnilega öll rétt á því að ákveða sjálf hvar við búum og í lögum nr. 38/2018 í 9. gr. segir: „Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu […] Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi.“ Kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar eru duglegir að hampa sér fyrir uppbyggingu íbúða fyrir fatlaða. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þessar fáu íbúðir eru einungis dropi í hafið miðað við þörfina. Nýlega fengum við að vita frá félagsráðgjafa okkar að ekkert úrræði sé í sjónmáli fyrir fólk í hans „þjónustu flokki“ (sem eru einstaklingar sem þurfa einn aðstoðarmann með sér) og næsta hugsanlega „tilnefning“ verði árið 2023/24. Árið 2024 verður sonur minn 29 ára! Þá á eftir að byggja og standsetja húsnæði og gera það klárt fyrir búsetu (ef svo ólíklega vill til að hann verði valinn úr tilnefningunni). Núna eru 138 einstaklingar á biðlista eftir búsetu fyrir fatlað fólk í Reykjavík og eru 28 þeirra í sama flokki og sonur minn. Og þessi listi mun einungis lengjast! Líkur á því að vinna í þessu húsnæðis lottói eru því litlar. Mig langar að lýsa aðstæðum hans og fjölskyldu aðeins nánar. Sonur minn er í skammtímavistun, 10 nætur í mánuði. Þar starfar yndislegt starfsfólk og hugsar það vel um son minn og aðra einstaklinga sem þar dvelja. En í alvöru! Yfirfærðu þennan veruleika yfir á sjálfa/n þig! Hann langar að vera heima hjá sér, skiljanlega, í sínu herbergi, innan um sitt dót og með sínu fólki. Hann langar ekkert að fara í skammtímadvöl. Þá getur einhver spurt hvers vegna að senda hann? Skammtímadvöl er jú fínn undirbúningur fyrir að fara að heiman og öðlast sjálfstæðara líf. Það fylgir því líka mikið álag að eiga fatlað barn og sérstaklega þegar einstaklingur verður fullorðin. Hann glímir við fjölþættan vanda og hegðunarerfiðleika og getur t.d. aldrei verið einn heima. Þetta er því að einhverju leyti eins og að vera alltaf með 4ra ára barn heima sem þarf að hugsa um (í 25 ár). Þegar sonur minn veikist fer hann ekki á skammtímavistunina eða í dagþjónustu (skiljanlega) og þarf annað hvort okkar foreldranna að taka okkur frí frá vinnu til að hugsa um hann. Við eigum að sjálfsögðu ekki rétt á veikindadögum þegar við erum að hugsa um fullorðinn son okkar. Kerfið gerir jú ráð fyrir að 25 ára gamlir menn lifi sjálfstæðu lífi – eða hvað? Fyrst og fremst snýst þetta um réttindi sonar míns. Hann er 25 ára gamall sem fær þær köldu kveðjur frá Reykjavíkurborg að hann fái að flytja í eigið húsnæði þegar hann verður kannski þrítugur. Miðað við okkar reynslu erum við ekki einu sinni bjartsýn á að það gangi eftir. Það sem er verra, hann fær ekkert plan eða áætlun um hvenær hann fær húsnæði. Verður það eftir 4 ár, 5 eða 10 ár eða jafnvel enn lengra? Tilnefningar í sjálfstæða búsetu eru mjög sjaldgæfar og aðeins 1-3 einstaklingar í hans þjónustu flokki fá úthlutun í hverri tilnefningu. Það er eitt að komast að í tilnefningu, og svo annað að fá úthlutað húsnæði. Sonur minn er aldeilis ekki eini fatlaði einstaklingurinn sem er að bíða eftir sjálfstæðri búsetu í Reykjavík. Hann er því í eins konar samkeppni við vini sína og kunningja um að fá íbúð, sem er á allan hátt svo stórskrítinn veruleiki. Er þessi veruleiki ásættanlegur, fyrir alla eða eingöngu fyrir faltaða einstaklinga? Höfundur er móðir ungs manns með fötlun og er greinin birt með leyfi sonarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Réttur okkar til að ákveða sjálf hvar við búum finnst okkur sjálfsagður, ekki satt? Mig langar að biðja þig að hugleiða hvort eftirfarandi lýsing væru aðstæður sem þú myndir sætta þig við. Tvær helgar og fjóra virka daga í mánuði ferð þú með ferðatösku í vinnuna því þú færð ekki að fara heim að vinnudegi loknum. Í stað þess ertu send/ur í annað hús þar sem þér er úthlutað herbergi. Þú færð hvorki að ráða hverjum þú ert með í húsinu né hvað eða hvenær þú borðar, heldur er það ætíð einhver annar sem hefur ákvörðunarvaldið. Þú ert í rauninni bara brottflutt/ur reglulega af heimili þínu, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ég þori að fullyrða að þú myndir seint sætta þig við þetta, en svona er veruleiki 25 ára sonar míns. Hann fæddist með sjaldgæft heilkenni, sem gerir það að verkum að hann glímir við fjölþætta fötlun m.a. andlega og líkamlega. Hann er dásamlegur ungur maður en þarf aðstoð við flestar daglegar venjur. Það er hans réttur að honum sé gefið tækifæri á sjálfstæðu lífi, en því miður er raunin ekki sú. Hann býr hjá okkur foreldrum og þess á milli er hann vistaður á skammtímadvöl. Þetta eilífa rót veldur honum miklu óöryggi og skerðir möguleika hans á að þroskast og öðlast eigið sjálfstæði. Sonur minn hefur verið á biðlista eftir sjálfstæðu búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg í 7 ár eða síðan hann var 18 ára, en í slíku úrræði gæti hann búið í sinni eigin íbúð og fengið alla þá aðstoð sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er hvorki frekja né tilætlunarsemi. Við eigum nefnilega öll rétt á því að ákveða sjálf hvar við búum og í lögum nr. 38/2018 í 9. gr. segir: „Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu […] Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi.“ Kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar eru duglegir að hampa sér fyrir uppbyggingu íbúða fyrir fatlaða. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þessar fáu íbúðir eru einungis dropi í hafið miðað við þörfina. Nýlega fengum við að vita frá félagsráðgjafa okkar að ekkert úrræði sé í sjónmáli fyrir fólk í hans „þjónustu flokki“ (sem eru einstaklingar sem þurfa einn aðstoðarmann með sér) og næsta hugsanlega „tilnefning“ verði árið 2023/24. Árið 2024 verður sonur minn 29 ára! Þá á eftir að byggja og standsetja húsnæði og gera það klárt fyrir búsetu (ef svo ólíklega vill til að hann verði valinn úr tilnefningunni). Núna eru 138 einstaklingar á biðlista eftir búsetu fyrir fatlað fólk í Reykjavík og eru 28 þeirra í sama flokki og sonur minn. Og þessi listi mun einungis lengjast! Líkur á því að vinna í þessu húsnæðis lottói eru því litlar. Mig langar að lýsa aðstæðum hans og fjölskyldu aðeins nánar. Sonur minn er í skammtímavistun, 10 nætur í mánuði. Þar starfar yndislegt starfsfólk og hugsar það vel um son minn og aðra einstaklinga sem þar dvelja. En í alvöru! Yfirfærðu þennan veruleika yfir á sjálfa/n þig! Hann langar að vera heima hjá sér, skiljanlega, í sínu herbergi, innan um sitt dót og með sínu fólki. Hann langar ekkert að fara í skammtímadvöl. Þá getur einhver spurt hvers vegna að senda hann? Skammtímadvöl er jú fínn undirbúningur fyrir að fara að heiman og öðlast sjálfstæðara líf. Það fylgir því líka mikið álag að eiga fatlað barn og sérstaklega þegar einstaklingur verður fullorðin. Hann glímir við fjölþættan vanda og hegðunarerfiðleika og getur t.d. aldrei verið einn heima. Þetta er því að einhverju leyti eins og að vera alltaf með 4ra ára barn heima sem þarf að hugsa um (í 25 ár). Þegar sonur minn veikist fer hann ekki á skammtímavistunina eða í dagþjónustu (skiljanlega) og þarf annað hvort okkar foreldranna að taka okkur frí frá vinnu til að hugsa um hann. Við eigum að sjálfsögðu ekki rétt á veikindadögum þegar við erum að hugsa um fullorðinn son okkar. Kerfið gerir jú ráð fyrir að 25 ára gamlir menn lifi sjálfstæðu lífi – eða hvað? Fyrst og fremst snýst þetta um réttindi sonar míns. Hann er 25 ára gamall sem fær þær köldu kveðjur frá Reykjavíkurborg að hann fái að flytja í eigið húsnæði þegar hann verður kannski þrítugur. Miðað við okkar reynslu erum við ekki einu sinni bjartsýn á að það gangi eftir. Það sem er verra, hann fær ekkert plan eða áætlun um hvenær hann fær húsnæði. Verður það eftir 4 ár, 5 eða 10 ár eða jafnvel enn lengra? Tilnefningar í sjálfstæða búsetu eru mjög sjaldgæfar og aðeins 1-3 einstaklingar í hans þjónustu flokki fá úthlutun í hverri tilnefningu. Það er eitt að komast að í tilnefningu, og svo annað að fá úthlutað húsnæði. Sonur minn er aldeilis ekki eini fatlaði einstaklingurinn sem er að bíða eftir sjálfstæðri búsetu í Reykjavík. Hann er því í eins konar samkeppni við vini sína og kunningja um að fá íbúð, sem er á allan hátt svo stórskrítinn veruleiki. Er þessi veruleiki ásættanlegur, fyrir alla eða eingöngu fyrir faltaða einstaklinga? Höfundur er móðir ungs manns með fötlun og er greinin birt með leyfi sonarins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun