Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 15:01 Chris Richards lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik þegar Bayern München vann Red Bull Salzburg í gær, 3-1. getty/Alexander Hassenstein Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira