„Bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa“ Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 26. nóvember 2020 20:00 Blessunarlega fylgir ekki mikill snjór þessu óveðri, en þó einhver. Vísir/Vilhelm Veðrið er ekki skaplegt. „Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“ Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“
Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13