Breyting á handarreglu sem hefði mögulega tryggt Íslandi stig í Köben Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Sitt sýnist hverjum um hvort dæma eigi hendi eins og í þessu tilviki, þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að Andy Carroll skallaði boltann í hönd hans. Getty/Newcastle United Útlit er fyrir breytingar á reglunum um það hvenær dæma skuli víti á menn fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs í fótbolta. Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira