Segir ekki koma til greina að hætta árás á Tigrayhérað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 16:52 Frá æfingu hermanna í Eþíópíu. EPA/STR Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hafnaði því í dag að hefja viðræður við leiðtoga Frelsishreyfingarinnar í Tigrayhéraði. Abiy hitti þrjá fulltrúa Afríkubandalagsins í í dasg sem voru sendir til að reyna að miðla milli deilandi fylkinga í Eþípóíu en stjórnarher landsins hóf nýverið sókn gegn Frelsishreyfingunni. Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi.
Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37
Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37