Ríkisstjórnin þriggja ára og ráðherrann þrítugur Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 07:47 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Vísir/Vilhelm Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt. Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent