Verum á varðbergi gegn ofbeldi Margrét Steinarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:00 Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar